Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný Vídd í nýju húsi
Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 14:35

Ný Vídd í nýju húsi

Ný Vídd hefur flutt starfsemi sína um set að Vitatorgi í Sandgerði þar sem listatorg er í stöðugum vexti. Um 50 félagsmenn eru í Nýrri Vídd sem er vinnustofa fyrir listamenn í félaginu. Fyrir á Vitatorgi eru Mamma Mía, Gallery Torg og Gallerí Grýti.
Þann 29. maí sl. varð Ný Vídd átta ára en Ný Vídd opnaði nýju aðstöðu sína á laugardaginn var.

Kolbrún Vídalín, formaður Nýrrar Víddar, og Guðrún Ólafsdóttir, ritari, voru ánægðar með nýja húsnæðið og vonuðust til þess að nánasta umhverfi Nýrrar Víddar yrði í stöðugri þróun og að þarna myndi myndast skemmtilegt og fallegt listaumhverfi.

Meðlimir í Nýrri Vídd koma alls staðar af Suðurnesjum og er engin fjöldatakmörkun á félagsmönnum en gallerý Nýrrar Víddar getur aðeins sýnt verk eftir listamenn frá Sandgerði þar sem um takmarkað pláss er að ræða.

VF-mynd/ [email protected] – Kolbrún og Guðrún í nýju húsnæði Nýrrar Víddar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024