Ný þrautabraut komin upp í Vatnaveröld
Eftir langa bið mun glæný og glæsileg þrautabraut opna í Vatnaveröld á morgun, 14. júlí. Brautin verður opin alla virka daga frá 13 til 18 í sumar og er tíu ára aldurstakmark í hana.
Brautin er svo kölluð Wibit-braut og er sautján metrar á lengd. Hún samanstendur af fjölbreyttum þrautum og hindrunum sem krefjast mismunandi færni. Þrautabrautin var sett upp eftir að Ungmennaráð Reykjanesbæjar krafðist þess að bætt yrði aðstaða ungmenna í Reykjaensbæ. Ráðið fékk ráðstöfunarheimild frá bænum til að ráðast í framkvæmdir og ákvað ráðið að fjárfesta í brautinni fyrir bæjarbúa.
Brautin er nú opin fyrir almenning en formleg vígsla brautarinnar verður haldin í næstu viku.