Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný sýning opnuð í Listasafninu
Laugardagur 20. október 2007 kl. 15:08

Ný sýning opnuð í Listasafninu

Listasafn Reykjanesbæjar opnaði í gær sýningu á verkum listakonunnar Bjargar Örvar.
Björg Örvar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983. 
Björg hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir sérkennileg málverk sem erfitt er að skilgreina, en  hvort sem þau teljast náttúrumyndir eða ekki eru þau fyrst og fremst einstök. Í texta Halldóru K. Thoroddsen í sýningarskránni sem gefin er út af þessu tilefni segir m.a.:  “ Hér fer stríðinn málari.  Á þessari sýningu er mætt til leiks rauð agressjón.  Björg hefur fyrrum málað okkur græna mildi og blátt afskiptaleysi. Hvernig sem þessir litir kunna að hitta okkur fyrir eru þeir alltaf um það bil að bresta á límingunum en halda þó.”
Sýning Bjargar er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og  stendur til 2. desember. Í Duushúsum er opið alla daga frá kl. 13.00-17.30 og aðgangur er ókeypis.

 

Svipmyndir frá opnun sýningarinnar má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.

Frá opnun sýningarinnar í gær. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024