Mannlíf

Ný stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar
Nýja stjórn hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar skipa Harpa Jóhannsdóttir formaður, Dagný Jónsdóttir ritari og Stefán Árni Stefánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Kristján Jóhannsson og Dagný Gísladóttir.
Þriðjudagur 28. október 2014 kl. 10:09

Ný stjórn Tónlistarfélags Reykjanesbæjar

– Nýtt og spennandi starfsár að hefjast

Nýtt starfsár er að hefjast hjá Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar og hefur ný stjórn tekið við störfum. Hana skipa Harpa Jóhannsdóttir formaður, Dagný Jónsdóttir ritari og Stefán Árni Stefánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Kristján Jóhannsson og Dagný Gísladóttir.

Tónlistarfélagið hefur staðið fyrir tónlistarviðburðum á klassískum nótum og verður engin breyting þar og má þar nefna hina vinsælu hádegistónleika og nýárstónleika. Hægt verður að fylgjast með á FB síðu félagsins hér og eru áhugamenn um tónlist hvattir til þess að að skrá sig í hollvinafélagið en þeir fá afsláttarkjör og reglulegar fréttir um það sem er á döfinni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024