Ný stjórn Nemendafélags Fjölbrautskóla Suðurnesja
„Næsta skólaár verður í alla staði rosalegt,“ segir Sölvi Logason, nýkjörinn formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann tók við af Andra Þór Ólafssyni. Ný stjórn NFS fyrir næsta skólaár var kjörin í síðustu viku og voru úrslitin tilkynnt á árshátíð skólans. Nemendur mættu í mat í Stapanum fyrr um kvöldið þar sem úrslitin voru tilkynnt en svo hófst hið árlega árshátíðarball um kvöldið þar sem Últra Mega Techno Bandið Stefán og GusGus léku fyrir dansi.
„Þessar kosningar voru mjög frábrugðnar þeim sem á undan hafa verið en nú var kosið í ný embætti. Einnig er búið að skipta stjórninni niður í aðalstjórn og miðstjórn. Í aðalstjórn sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, markaðsstjóri og framkvæmdastjóri sem er nýtt embætti en hann er tengiliður miðstjórnar við aðalstjórn. Í miðstjórn sitja svo formenn skemmtinefndar, íþróttanefndar, ritstjórnar, málfundafélagsins og leikfélagsins en embætti nýnema var fellt út,“ sagði Sölvi.
Ný stjórn NFS:
Formaður: Sölvi Logason
Varaformaður: Magdalena Margrét Jóhannsdóttir
Gjaldkeri: Gauti Þormar
Markaðsstjóri: Viktor Gunnarsson
Framkvæmdastjóri: Guðni Friðrik Oddsson
Skemmtinefnd: Helgi Már Vilbergsson
Íþróttanefnd: Kristján Helgi Olsen Ævarsson
Ritstjórn: Sunna Kristín Gunnlaugsdóttir
Málfundarfélag: Andri Steinn Harðarson
Leikfélag: Bjarki Þór Wíum
Nánar í nýju blaði Víkurfrétta á morgun.