Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný sólóplata væntanleg frá Rúnari Júlíussyni
Sunnudagur 26. ágúst 2007 kl. 00:50

Ný sólóplata væntanleg frá Rúnari Júlíussyni

Rúnar Júlíusson sendir á næstunni frá sér sólóplötuna Snákar í garðinum. Hún kemur út í tilefni Ljósanæturhátíðarinnar en á henni má einmitt finna Ljósalagið 2007, Ó, Keflavík, sem Jóhann Helgason samdi og þeir syngja saman.

13 lög eru á plötunni og semur Rúnar, sem er bæjarlistamaður Reykjanesbæjar, annað hvort lag eða texta við 11 þeirra. Meðal annarra lagahöfunda má nefna Bjartmar Guðlaugsson, Magnús Kjartansson og Júlíus Frey Guðmundsson, sem söng einnig bakraddir fyrir karl föður sinn og stjórnaði upptökum í Upptökuheimili Geimsteins í sumar.

Vart þarf að taka fram að Geimsteinn gefur plötuna út.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024