Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný sögusýning í DUUS og fornleifar í Víkingaheimum og Höfnum
Fimmtudagur 10. maí 2012 kl. 08:50

Ný sögusýning í DUUS og fornleifar í Víkingaheimum og Höfnum


Sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar, Völlurinn, nágranni innan girðingar, sem opnuð var í Duushúsum 30. mars 2009 lýkur sunnudaginn 13 maí, þannig að núna eru síðustu forvöð að sjá þessa sýningu.


Byggðasafn Reykjanesbæjar opna nýja sýningu á sama stað á sjómannadaginn þar sem áhorfendur hverfa aftur í tímann en sagt verður frá gamla samfélaginu, ca. fram undir 1940. Grunnforsenda allrar sögu í landi Reykjanesbæjar snýst um fisk allt þar til Bandaríkjamenn hófu að byggja hér flugvöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Byggðasafn Reykjanesbæjar er einnig með til sýnis í Víkingaheimum gripi úr fornleifarannsóknum í Höfnum en 3. áfangi hennar hefst í lok þessa mánaðar. Rannsóknin er samstarfsverkefni safnsins og Fornleifafræðistofunnar, þar sem dr. Bjarni F Einarsson stýrir málum. Með honum í för verður hópur fornleifafræðinema við Háskóla Íslands í verklegu námi.


Rannsóknarsvæðið er inni í miðju Hafnaþorpinu og því upplagt að leggja leið sína þangað til að skoða rannsóknina. Í nágrenninu er Kirkjuvogskirkja og við hana er ankeri úr Jamestown-skipinu sem var stórt timburfluningaskip sem sigldi milli Norður-Ameríku og Evrópu seint á 19. öld.