Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný reiðhöll rís á Mánagrund
Mánudagur 19. nóvember 2007 kl. 09:53

Ný reiðhöll rís á Mánagrund

Þótt næðingurinn biti nokkuð duglega í kinn voru félagar í Mána mættir út á Mánagrund til sjálfboðaliðstarfa á laugardaginn. Menn létu ekki kuldann á sig fá, gölluðu sig bara vel og unnu sér til hita við að byggja grunn undir nýja og glæsilega reiðhöll sem verður tæplega 2 þúsund fermetrar að stærð eða um helmingi stærri en sú eldri. Aðstaðan í nýju reiðhöllinni verður eins og best verður á kosið og er stefnt að því að húsið verði tilbúið í mars á næsta ári.

Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.

Mynd: Mánamenn létu kuldanæðinginn ekki á sig fá, talið frá v.:   Ólafur, Hlynur, Guðmundur, Gunnar, Guðbergur, Sigurður og Kristján. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024