Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ný plata með Elízu kemur út á föstudag
Fimmtudagur 25. október 2012 kl. 06:49

Ný plata með Elízu kemur út á föstudag

Þann 26. október 2012 kemur út þriðja sóló plata Elízu Newman og kallast hún Heimþrá. Platan er gefin út hjá..

Þann 26. október 2012 kemur út þriðja sóló plata Elízu Newman og kallast hún Heimþrá. Platan er gefin út hjá Geimsteini og inniheldur 10 frumsamin lög öll eftir Elízu. Upptökum stjórnaði Gísli Kristjánsson og fóru upptökur fram í London.

Þessi plata er frábrugðin fyrri sóló plötum Elízu á þann hátt að hún er öll sungin á íslensku og er það í fyrsta sinn sem Elíza gerir það síðan Kolrassa Krókríðandi var og hét. Elíza samdi textana við sex lög af tíu en fjögur eru samin við gömul íslensk ljóð og er titillag plötunar samið við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar Heimþrá. Einnig er að finna ljóð eftir, Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum, Jón úr Vör og Sigurjón Friðjónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú þegar hafa lögin Stjörnuryk og Hver vill ást? af plötunni hljómað mikið í útvarpi á íslandi og bæði farið hátt á Vinsældarlista Rásar 2.

Fann fyrir heimþrá

Hugmyndin af plötunni vaknaði síðasta sumar þegar Elíza hafði ekki tök á að komast heim til Íslands í langan tíma vegna anna og hún fann fyrir mikilli heimþrá. Leitaði hún þá í íslensk ljóð og bækur til að tengjast heimaslóðum og byrjaði að semja lög við þessi ljóð. Eftir að hafa samið fjölmörg lög á þennan hátt langaði hana að byrja að semja aftur sjálf á íslensku og smám saman komu nýju lögin fram. Á endanum urðu sex frumsamdir textar fyrir valinu og fjögur ljóð.

Með þessari plötu er Elíza að reyna að endurskapa á vissan hátt þá tónlistarstemmingu sem hún ólst upp við heima í Keflavík, þar sem var hlustað á tónlistarmenn eins og m.a Vilhjálm Vilhjálmsson, Bergþóru Árnadóttur, Gunna Þórðarson og Spilverk Þjóðanna. Hana langaði að skapa hlýja en sterka popp plötu þar sem raddanir og lagasmíðar fá að njóta sín.

Platan tileinkuð mömmu

Plötuna hefur Elíza tileinkað minningu móður sinnar Eygló Þorsteinsdóttir sem vakti áhuga hennar á ljóðum og tónlist frá unga aldri.

Gísli Kristjánsson sá um upptökustjórn á Heimþrá og spilaði einnig á ýmis hljóðfæri. Hann hefur getið sér gott orð sem upptökustjóri síðastliðin ár og starfar mest megnis í London og hefur unnið með listamönnum á borð við Duffy, Cathy Dennis, Roislin Murphy, Jamie Cullum og  Mick Jones til að nefna nokkra. Þetta er önnur platan sem Gísli vinnur með Elízu  þar sem hann stjórnaði einnig upptökum á síðustu plötu hennar Pie in the Sky.

Elíza er bæði þekkt sem söngkona Kolrössu Krókríðandi og Bellatrix en einnig sem sóló listamaður á Íslandi jafnt sem erlendis. Síðasta plata Elízu, Pie in the sky naut vinsælda og átti þó nokkur vinsæl útvarpslög eins og Ukulele song for you og Hopeless case, einnig hlaut lag hennar um Eyjafjallajökul heimsathygli árið 2010.

Nýverið skrifaði Elíza undir höfundarréttarsamning við Wixen Music og lag hennar I Wonder mun hljóma í Ástralska þættinum Winners and Losers. Hér að neðan má heyra hljóðbrot úr lögum á nýju plötunni, Heimþrá.