Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný ljósmyndanámskeið hjá Ellerti og Oddgeiri
Ellert og Oddgeir
Mánudagur 13. ágúst 2012 kl. 11:46

Ný ljósmyndanámskeið hjá Ellerti og Oddgeiri

Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og Oddgeir Karlsson, atvinnuljósmyndari, efna á ný til ljósmyndanámskeiða sem slógu í gegn síðastliðinn vetur.

Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari og Oddgeir Karlsson, atvinnuljósmyndari, efna á ný til ljósmyndanámskeiða sem slógu í gegn síðastliðinn vetur.  Um er að ræða tvö námskeið, annars vegar eitt sem miðar að kennslu á DSLR myndavélar og hins vegar námskeiðið „Taktu betri myndir” þar sem farið er í praktískar hliðar ljósmyndunar.

Á myndavélanámskeiðinu eru útskýrð öll helstu tæknilegu atriðin og áhrif þeirra á lýsingu myndar, t.d. hraða og ljósop, White Balance, Iso, dýptarskerpu og fleira gagnlegt. Farið er yfir grunnstillingar myndavéla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Námskeiðið „Taktu betri myndir” hentar þeim sem hafa lært betur á myndavélina sína á myndavélanámskeiðinu og aðra sem vilja fræðast meira um ljósmyndun. Farið verður í praktísk atriði ljósmyndunar og nálgun á mismunandi viðfangsefni. Fjallað verður um landslags- og náttúrumyndatökur, barna- og fjölskyldumyndatökur, nálgun út frá sjónarhorni, myndbygginu og margt fleira hagnýtt og fróðlegt sem getur gert mann að betri ljósmyndara.

Þátttaka verður takmörkuð við einungis 8-10 manns á hvert námskeið svo hægt verði að sinna betur þörfum hvers þátttakanda. Námskeiðin verða haldin á Ljósmyndastofu Oddgeirs og hvert námskeið er þrjár klukkustundir frá kl. 19 – 22.  Námskeiðsgjald er aðeins 5.000 kr á hvort námskeið.

Myndavélanámskeiðið verður haldið þriðjudaginn 11. september, fimmtudaginn 13. sept. og þriðjudaginn 18. september.

„Taktu betri myndir”  verður haldið miðvikudaginn 19. september, þriðjudaginn 25. sept. og fimmtudaginn 27. september.

Skráning á Ljósmyndastofu Oddgeirs í síma 421 6556 eða á [email protected] eða [email protected]

Ellert Grétarsson hefur getið sér gott orð sem náttúru- og landslagsljósmyndari og unnið til alþjóðlegra verðlauna á því sviði. Myndir hans af náttúru Íslands hafa vakið athygli víða og m.a. birst hjá National Geographic.
Oddgeir Karlsson lauk ljósmyndanámi við Art Institute of Fl árið 1993 og Meistaranámi frá FS árið 2000. Hann hefur um árabil rekið eigin ljósmyndastofu í Njarðvík við góðan orðstír.