Ný hljómsveitaaðstaða í Reykjanesbæ
Hljómsveitir í Reykjanesbæ hafa verið á nokkrum hrakhólum undanfarið þar sem hin annars ágæta hljómsveitaaðstaða í Steypunni annar ekki eftirspurn.
Ekki er þó þörf á að örvænta því 88-húsið, menningarmiðstöð ungs fólks í Reykjanesbæ hefur nú til skoðunar að taka á leigu húsnæði á Vallarheiði sem væri ætlað fyrir áhugasamar hljómsveitir. Um er að ræða fimm hljómsveitaherbergi og er leigan fyrir hvert þeirra 20.000 á mánuði.
Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88-hússins, hvetur þá sem hafa áhuga til að vera í sambandi svo þetta verkefni geti orðið að veruleika.
Áhugasamir geta haft samband við Hafþór í síma 898-1394 eða sent tölvupóst á netfangið [email protected]
VF-mynd/Þorgils - Frá vígslu Steypunnar í nóvember 2006. Geirmundur Kristinson, sparisjóðsstjóri, ásamt tveimur hljómsveitagaurum, en SpKef er styrktarðili Steypunnar.