Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Ný EP plata með Elízu Geirsdóttur Newman á heimsvísu
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 10:14

Ný EP plata með Elízu Geirsdóttur Newman á heimsvísu

Í dag kemur út þriggja laga EP plata með Elízu Geirsdóttur Newman um allan heim. Platan er gefin út á stafrænu formi og inniheldur lögin Ukulele Song For You sem hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi, lagið Eyjafjallajökull sem sló svo eftirminniega í gegn síðasta vor þegar Elíza flutti það í fréttasjónvarpi Al Jazeera og áður óútgefið nýtt lag sem nefnist Out Of Control.
Öll lögin eru tekin upp með Gísla Kristjánssyni sem einnig stjórnaði upptökum á síðustu plötu Elízu - Pie in the Sky.


EP platan er gefin út til að kynna útgáfu Pie in the sky sem mun koma út í enda mars um allan heim og mun Elíza fylgja henni eftir með tónleikahaldi og kynningarstarfi á nýja árinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


EP platan hefur nú þegar vakið athygli í Bretlandi þar sem hið virta tónlistartímarit Word Magzine hefur valið lagið Eyjafjallajökull  á sértakan geisladisk sem fylgir blaðinu í febrúar þar sem þeir kynna efnilega tónlistarmenn til að fylgjast með á nýja árinu.