Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný búð opnar í Grindavík
Miðvikudagur 10. desember 2014 kl. 11:57

Ný búð opnar í Grindavík

Kjallarabúðin opnar í dag. Verður opin til 18. des.

Það gerist ekki á hverjum degi að ný búð opnar í Grindavík. En Kjallarabúðin opnar á Þórkötlustöðum í Grindavík í dag miðvikudaginn, 10. desember. Opið verður til og með 18. desember. Greint er frá þessu á vefsíðu Grindavíkurbæjar. 
 
Opnunartímar á virkum dögum verða frá kl. 16:00 - 20:00. Helgina 13. og 14. desember verður opið frá kl. 13:00 - 18:00. Í Kjallarabúðinni fæst allt milli himins og jarðar; nýtt og notað, gjafavara, jóladót og margt, margt fleira. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Jólastemning verður, heitt kaffi, te og smákökur. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024