Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 14. nóvember 2002 kl. 10:04

Ný bók um Suðurnesjafólk

Út er komin bókin "Suðurnesjamenn" eftir Gylfa Guðmundsson skólastjóra í Njarðvíkurskóla. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út, en í henni eru samtöl við þekkta Suðurnesjamenn. Sérstakt kynningarkvöld vegna útgáfu bókarinnar var haldið í gær, 13. nóvember, á bókasafni Reykjanesbæjar. Margt var um manninn á þessum kynningarfundi og greinilegt að fólkið skemmti sér vel. Þeir Suðurnesjamenn sem koma fram í bókinni eru; Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður, Rúnar Júlíusson tónlistarmaður, Reynir Sveinsson Sandgerðingur, Hjálmar Árnason alþingismaður, Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður úr Grindavík, Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri og Jay D. Lane sigmaður hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.

Kynningin í gærkveldi var með mjög léttu sniði. Gylfi talaði örlítið um hvernig hefði verið að vinna að bókinni og las m.a. nokkra stutta kafla upp úr bókinni fyrir gesti. Bókin er án efa mjög skemmtileg enda var ekki betur séð en gestirnir skemmtu sér konunglega.
Milli þess er Gylfi spjallaði við gesti spilaði Rúnar Júlíusson lög af nýútkominni plötu sinni "Það þarf fólk eins og þig" en þar er á ferð hörkuplata sem verður án efa í jólapakka margra í ár.

Að lokinni kynningunni var gestum boðið upp á kaffi og konfekt. Þeir sem mættu á fundinn gátu einnig keypt bókina og geisladiskinn á 30% afslætti ásamt því að fá áritað nafn höfunda og voru þeir ófáir sem nýttu sér það.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024