Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný bók um Dagbjart og Birnu
Þriðjudagur 27. október 2009 kl. 09:32

Ný bók um Dagbjart og Birnu


Dagbjart Einarsson, útgerðarmann í Grindavík, þekkja margir Suðurnesjamenn. Jónas Jónasson hefur skrifað bók um þau sómahjón, Birnu Óladóttur og Dagbjart Einarsson og er hún komin út hjá Skruddu undir heitinu „Það liggur í loftinu“.

Í bókakynningu segir að hjónin Birna og Dagbjartur  séu þannig fólk að þeim gleymi enginn sem einu sinni hafi átt með þeim stund.
„Þau koma til dyranna eins og þau eru klædd og eru ekkert að skafa utan af hlutunum. Lífsglöð eru þau bæði og kunna svo sannarlega að njóta þess að vera til. Áræðin eru þau með afbrigðum og vinnusemi er þeim í blóð borin. Þau voru ekki loðin um lófana í fyrstu en með dugnaði og fyrirhyggju tókst þeim með tímanum að koma ár sinni vel fyrir borð. Þekktust eru þau auðvitað fyrir ævistarfið, kraftmikla útgerð í Grindavík. En líf þeirra tengist líka ýmsu öðru eins og hestamennsku, fjárbúskap, æðarrækt og fótbolta. Í þessari bók er sagt frá lífi þeirra hjóna, í blíðu og stríðu, allt frá því að þau hittust fyrst úti í Grímsey fyrir ríflega hálfri öld og ást þeirra kviknaði,“ segir ennfremur í kynningartexta bókarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024