Ný bók: Sagnir úr Garði og Sandgerði
Hildur Harðardóttir hefur gefið út bókina Sagnir úr Garði og Sandgerði þar sem teknar eru saman sögur bæði úr annálum og þjóðsagnasöfnum ýmsum. Hildur færði Oddnýju Harðardóttur bæjarstjóra Garðs eintak af bókinni í tilefni af útgáfu hennar en Oddný skrifar einnig eftirfarandi umsögn sem birt er á bakkápu bókarinnar.
Í þessari bók leitar Hildur víða fanga og niðurstaðan er skemmtilegar og fróðlegar frásagnir um lífið í Garði og Sandgerði allt frá landnámi fram á tuttugustu öld. Er leitast við að bókin höfði til allra aldurshópa.
Mynd: www.gardur.is