Mannlíf

  • Ný bók eftir Hilmar Þór Himarsson
    Hilmar Þór Hilmarsson.
  • Ný bók eftir Hilmar Þór Himarsson
Föstudagur 19. desember 2014 kl. 10:00

Ný bók eftir Hilmar Þór Himarsson

Prófessor úr Njarðvík gefur út bók um smáríki á alþjóðavettvangi:

Ný bók eftir Njarðvíkinginn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri, kom út í New York í október. Bókin ber titilinn: Small States in a Global Economy – Crisis, Cooperation and Contributions. 

Í bókinni er að finna kafla um ýmis málefni sem tengjast smáríkjum og þeim möguleikum og vandamálum sem fylgja því að vera smáríki á alþjóðavettvangi. Smáríki geta haft hag af alþjóðasamstarfi og gert gagn á fyrir alþjóðasamfélagið í heild, en þau geta líka orðið illa úti ef hagsmunir þeirra fara ekki saman við hagsmuni stærri ríkja og alþjóðastofnana. Mörg smáríki leita skjóls hjá alþjóðastofnunum þegar þau lenda í átökum við stærri ríki en reynslan sýnir að Ísland hefur tilhneigingu til að nýta sér tvíhliða tengsl við „vinaþjóðir“ eða grípa til einhliða aðgerða eins og gerðist bæði í kreppunni 2008 og áður við útfærslu landhelginnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Í bókinni er meðal annars er fjallað um aðdraganda alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppunnar sem skall á haustið 2008 og viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þeim; gerður er samanburður á viðbrögðum lettneskra og íslenskra stjórnvalda við kreppunni og mismunandi árangri í efnahags- og velferðarmálum; fjallað um framlög Eystrasaltsríkjanna til þróunarmála og möguleika þeirra til að miðla sinni reynslu til landa í Evrópu og mið Asíu sem skemmra eru komin efnahagsþróun; loks er fjallað um möguleika Íslands í að miðla þekkingu sinni í nýtingu jarðhita til annarra landa, einkum þróunarlanda og nýmarkaðsríkja. Kaflarnir í bókinni byggja að verulegu leyti á fyrirlestrum sem Hilmar flutti í Bandaríkjunum vorið 2014 þegar hann heimsótti háskóla þar, meðal annars UC Berkeley, Cornell University, UCLA og Yale University.