Ný bók eftir Björn Jónsson, fyrrum sóknarprest í Keflavík
Fyrsti vestur-íslenski femínistinn er heiti nýútkominnar bókar eftir Björn Jónsson, fyrrum sóknarprest í Keflavík. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Bókin er baráttusaga Margrétar J. Benedictsson, sem ólst upp við erfiðar aðstæður á Íslandi og hélt ung til Vesturheims ásamt fjölda landa sinna í von um betra líf. Þar lét hún mikið til sín taka í jafnréttisbaráttu kvenna og var ötull málsvari þeirra jafnt í ræðu sem riti.
Fyrsti vestur-íslenski femínistinn er saga mikillar hugsjónakonu sem átti sér þann draum að rétta hlut kvenna og gera heiminn aðeins betri, segir á bókakápu.
Björn Jónsson hefur um langan aldur verið mikill áhugamaður um örlagasögu Vestur-Íslendinga. Hann kynntist ritverkum Margrétar J. Benedictsson hjá bróðursyni hennar, Hallgrími Th. Björnssyni og heyrði af lífshlaupi hennar og störfum í útvarpserindum konu hans, Lóu Þorkelsdóttir. Sá mikli fróðleikur, sem hann öðlaðist þanng, vakti hjá honum löngun til að kynnast nánar og kynna öðrum baráttusögu þessarar gagnmerku konu.
Fyrsti vestur-íslenski femínistinn er saga mikillar hugsjónakonu sem átti sér þann draum að rétta hlut kvenna og gera heiminn aðeins betri, segir á bókakápu.
Björn Jónsson hefur um langan aldur verið mikill áhugamaður um örlagasögu Vestur-Íslendinga. Hann kynntist ritverkum Margrétar J. Benedictsson hjá bróðursyni hennar, Hallgrími Th. Björnssyni og heyrði af lífshlaupi hennar og störfum í útvarpserindum konu hans, Lóu Þorkelsdóttir. Sá mikli fróðleikur, sem hann öðlaðist þanng, vakti hjá honum löngun til að kynnast nánar og kynna öðrum baráttusögu þessarar gagnmerku konu.