Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný bók eftir Björn Jónsson, fyrrum sóknarprest í Keflavík
Miðvikudagur 3. október 2007 kl. 12:29

Ný bók eftir Björn Jónsson, fyrrum sóknarprest í Keflavík

Fyrsti vestur-íslenski femínistinn er heiti nýútkominnar bókar eftir Björn Jónsson, fyrrum sóknarprest í Keflavík. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út. Bókin er baráttusaga Margrétar J. Benedictsson, sem ólst upp við erfiðar aðstæður á Íslandi og hélt ung til Vesturheims ásamt fjölda landa sinna í von um betra líf. Þar lét hún mikið til sín taka í jafnréttisbaráttu kvenna og var ötull málsvari þeirra jafnt í ræðu sem riti.
Fyrsti vestur-íslenski femínistinn er saga mikillar hugsjónakonu sem átti sér þann draum að rétta hlut kvenna og gera heiminn aðeins betri, segir á bókakápu.

Björn Jónsson hefur um langan aldur verið mikill áhugamaður um örlagasögu Vestur-Íslendinga. Hann kynntist ritverkum Margrétar J. Benedictsson hjá bróðursyni hennar, Hallgrími Th. Björnssyni og heyrði af lífshlaupi hennar og störfum í útvarpserindum konu hans, Lóu Þorkelsdóttir. Sá mikli fróðleikur, sem hann öðlaðist þanng, vakti hjá honum löngun til að kynnast nánar og kynna öðrum baráttusögu þessarar gagnmerku konu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024