Ný aðstaða fyrir boccia á Ásbrú
Miðvikudaginn 5. september kl 10:00 hefst boccia eldri borgara í nýrri aðstöðu að Ásbrú. Um er að ræða Rúlluskautahöllina sem er staðsett við hliðina á Langbest 2. Billiard eldri borgara hefst svo fimmtudaginn 6. september kl 10:00 í Virkjun að Ásbrú.
Boccia æfingar í vetur eru á miðviku- og föstudögum kl 10:00 (ATH ný aðstaða) og billiard eldri borgara er á mánu- og fimmtudögum kl 10:00 í Virkjun.
Kynningarfundur fyrir allt félagsstarf eldri borgara verður haldinn föstudaginn 7. september kl 14:00 á Nesvöllum.