Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Núið í náttúrunni
Miðvikudagur 7. júní 2017 kl. 11:17

Núið í náttúrunni

Anna Margrét og Nanný ætla að leiða hesta sína áfram saman í sumar og bjóða upp á útivist og jóga - finna núið í náttúrunni.

Flestir vita hversu nærandi það er að vera úti undir berum himni og njóta útivistar. Þegar við stoppum og tökum inn í meðvitundina íslenska sumarið úti undir berum himni verður vellíðanin enn meiri. Þess vegna verður hér blandað saman útivist af bestu gerð og jóga.

Byrjað verður á að ganga Þorbjörn miðvikudagskvöldið 7. júní. Þeir sem vilja taka þátt hittast klukkan 20 við bílastæðin (þar sem bílvegurinn liggur upp fjallið) og hópurinn gengur síðan saman upp fallegann göngustíg inní Þjófagjá í toppi fjallsins. Þar verða gerðar nokkrar einfaldar jógaæfingar sem tengja okkur við orkuna úr fjallinu og ferska loftinu. Í framhaldi af æfingunum verður farið í núvitundar-náttúru-hugleiðslu.

Æskilegt er að koma með plastpoka til þessa að setjast á og vatnsbrúsa.

Nanný er þaulreynd leiðsögukona og hefur farið óteljandi gönguferðir með hópa um Reykjanesið síðustu ár. Í vor lauk hún einnig jógakennararéttindum og tvinnar nú þessar ástríður saman. Anna Margrét útskrifaðist sem jógakennari fyrir 3 árum og stóð meðal annars fyrir Pop up jóga síðastliðið sumar. Pop up jóga heldur áfram í sumar og er þessi viðburður fyrsti liðurinn í fjörugu (uppspretti-jóga)Pop up sumri.

Fylgist með á facebook síðunni Jóga með Önnu Margréti og Reykjanesgönguferðir.


Verð: 2500 krónur Allar nánari upplýsingar í gegnum netfangið [email protected], [email protected] eða í síma 661-8549 Anna Margrét og 893-8900 Nanný

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024