Nú fer hver að verða síðastur að gefa gleðileg jól
Enn er hægt að gefa jólagjafir fyrir þá sem fá aðstoð hjá Velferðarsjóði Suðurnesja og Hjálparstarfi kirkjunnar. Á morgun mun Hjálpræðisherinn sjá um að deila út gjöfunum og því fer hver að verða síðastur sem ætlar að leggja þessu frábæra framtaki lið. Fara má með gjafir til Hjálpræðishersins að Hafnargötu 50 (gengt 10-11). Einnig má hafa samband við Esther í síma 694-3146
Í dag 4. og 5. bekkur Akurskóla lagði leið sína í Keflavíkurkirkju og gaf framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja í stað þess að gefa hverju öðru gjafir á litlu jólum.
Einnig fengu þau að heyra um hvernig Velferðarsjóðurinn starfar og hvernig maður geti lagt náunga sínum lið með ýmsum hætti.