Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Notalegt að eiga yfir hátíðirnar
Laugardagur 30. desember 2017 kl. 07:00

Notalegt að eiga yfir hátíðirnar

„Ég var í baðinu nánast allan tímann og fæddi hana þar, ég var samt ekkert að búast við henni strax þar sem ég gekk níu daga fram yfir á síðustu meðgöngu,“ segir Heiðrún Björk Ingibergsdóttir en hún og Lúkas Daníel Malesa eignuðust stúlku á jóladag á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Stúlkan var 3640 grömm eða 14 merkur og 50 cm. Settur dagur var á Þorláksmessu þann 23. desember en fæðingin gekk mjög vel.
Heiðrún segir að það hafi verið notalegt að eiga yfir hátíðirnar og að rólegt hafi verið á fæðingardeildinni. „Ég fékk alla þá aðstoð sem ég þurfti við fæðinguna.“

Fyrstu dagarnir hafa gengið vel hjá fjölskyldunni, fyrsta nóttin var örlítið erfið þar sem jólabarnið svaf lítið en síðan þá hefur þetta gengið eins og í sögu. „Við vissum að það væri lítil stelpa á leiðinni og þetta er okkar annað stúlkubarn en eldri skvísan okkar er tveggja og hálfs árs.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024