Norskir leikskólakennarar í heimsókn
Á degi Íslenskrar tungu, þann 16. nóvember sl., fékk Heilsuleikskólinn Garðasel í Reykjanesbæ sautján leikskólakennara frá leikskólanum Bruhammaren í Stavanger í Noregi í heimsókn.
Leikskólastjóri kynnti þeim áherslur leikskólans og elstu börnin sungu fyrir þau tvö lög. Gestirnir fengu síðan súpu og skoðuðu leikskólann.