Norræna konsertkaffið, Arnór og Elmar flytja norrænt
Laugardaginn 24. mars kl. 15-16, í Bókasafni Reykjanesbæjar, munu þeir Arnór Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson flytja saman nokkur norræn sönglög á íslensku. Norræna félagið í samstarfi við Bókasafnið stendur fyrir Konsertkaffinu í tilefni dags Norðurlandanna. Fjallað verður um samstarf Norðurlandanna, ásamt mikilvægi þess í stuttu máli og mun myndefni liggja frammi í safninu fyrir gesti og gangandi til að skoða og fræðast.
Boðið verður upp á kaffi, saft, kanelbita, vanillustangir og týtuberjasaft á meðan á tónleikunum stendur og eru allir velkomnir í norræna vorstemningu á meðan að húsrúm leyfir.