Norræna bókasafnsvikan: Hafið og norðrið
Hafið og norðrið er yfirskrift Norrænu bókasafnavikunnar í ár. Vikan hefst mánudaginn 10. nóvember og lýkur þann 16. sem jafnframt er dagur íslenskrar tungu.
Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi bæjarins og Suðurnesjadeild Norræna félagsins ætla í sameiningu að halda upp á vikuna og verður setningarathöfnin í Duushúsum, Duusgötu 2 þann 10. kl. 18:00. Dagskráin hefst með því að lesinn verður inngangskaflinn í skáldsögu Alexanders Kielland, Garman og Worse, þar sem fjallað er um hafið. Síðan tekur við fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Meðal annars verður ungum skáldum í Reykjanesbæ veittar viðurkenningar, en Bókasafn Reykjanesbæjar ákvað að verðlauna sérstaklega þau börn sem sendu inn ljóð í ljóðasamkeppnina Ljóð unga fólksins og komust áfram í úrslit á landsvísu.
Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi bæjarins og Suðurnesjadeild Norræna félagsins ætla í sameiningu að halda upp á vikuna og verður setningarathöfnin í Duushúsum, Duusgötu 2 þann 10. kl. 18:00. Dagskráin hefst með því að lesinn verður inngangskaflinn í skáldsögu Alexanders Kielland, Garman og Worse, þar sem fjallað er um hafið. Síðan tekur við fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Meðal annars verður ungum skáldum í Reykjanesbæ veittar viðurkenningar, en Bókasafn Reykjanesbæjar ákvað að verðlauna sérstaklega þau börn sem sendu inn ljóð í ljóðasamkeppnina Ljóð unga fólksins og komust áfram í úrslit á landsvísu.