Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Norræn veisla í Grindavík á laugardaginn
Kvikan í Grindavík.
Miðvikudagur 12. nóvember 2014 kl. 09:44

Norræn veisla í Grindavík á laugardaginn

- í menningarhúsinu Kvikunni.

Það verður heldur betur Norræn menningarveisla næsta laugardag í Kvikunni í Grindavík en þá verður m.a. málþing um Norræna samvinnu og Norræn deild í Grindavík endurvakin kl. 14:00. Jafnframt verður Norrænt ljóða- og vísnakvöld í Kvikunni kl. 17:00 í umsjá Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar rithöfundar og tónlistarmanns. Upphitun hefst um morguninn kl. 10:00 í Kvikunni en þá heldur Aðalsteinn Ásber hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð.

Starfsemi Norrænu deildarinnar í Grindavík hefur legið niðri mörg undanfarin ár en nú er áhugi fyrir að endurvekja hana. Í tilefni þess og að Grindavíkurbær heldur upp á 40 ára kaupstaðarafmæli sitt, stendur Kvikan fyrir þessum skemmtilega viðburði. Sérstakur gestir gestir á ljóða- og vísnakvöldinu verða Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, sem flytur frumsamin ljóð og lög, Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ýmis tækifæri eru í Norrænni samvinnu og verður sérstakt málþing um það um leið og Grindavíkudeildin verður endurtakin. Sérstakir gestir á málþingionu veðra Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ásdís Eva Hannesdóttir framkvæmdastjóri Norræna félagsins. Þá mun Kristín Pálsdóttir fara yfir sögu deildar Norræna félgsins í Grindavík. Allir eru velkomnir í Kvikuna á laugardaginn. Viðburðurinn er styrktur af Menningarráði Suðurnesja. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu bæjarins.