Norræn ljósahátíð í Vogum
	Laugardaginn 13. desember standa deildir Norræna félagsins í Garði, Reykjanesbæ og Vogum fyrir ljósahátíð á degi heilagrar Lúsíu.  Boðið verður upp á sólberjasaft og jólaglögg en tíundi bekkur Stóru-Vogaskóla mun selja aðrar veitingar á sanngjörnu verði.  Deildirnar munu sjá um dagskrá; söng og sögustund.
	
	Hátíðin hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00 en hún fer fram í Álfagerði við Suðurgötu í Vogum og eru allir hjartanlega velkomnir.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				