Norræn deild stofnuð í Garðinum
Kynningar- og stofnfundur Norræna félagsins í Samkomuhúsinu í Garði var haldinn laugardaginn 3. febrúar sl. Ekki hefur verið starfandi deild í Norræna félaginu í Garðinum áður og að tilstuðlan ferða-og menningarnefndar sveitafélagsins var ákveðið í samvinnu við Norræna félagið á Íslandi að halda þennan fund.
Ágæt mæting var á fundinn og góðir gestir komu frá Norræna félaginu, Óðinn Albertsson framkvæmdastjóri, Sigurlín Sveinbjarnardóttir frv. formaður, Unnar Stefánsson, formaður vinabæjarnefndar og Gylfi Gunnarsson, varaformaður
Fundurinn hófst með kynningu á öllu því sem Norræna félagið stendur fyrir og er að gera ss. vinabæjarsamskiptum, nordjobb, Snorraverkefninu o.fl. Lögð var áherla á þeim menningarauka sem felst í norrænu samstarfi og hve skemmtilegt og gefandi það er, ekki síst fyrir ungt fólk. Að þvi loknu ar tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðs og kaffiveitingar.
Að þessum hluta fundarins loknum var gengið til atkvæða um stofnun deildar og var það samhljóða samþykkt. Sama var um tillögu að stjórn deildarinnar en í aðalstjórn sitja Jónína Holm sem formaður, Eiríkur Hermannsson, Kolfinna Magnúsdóttir, Einar Jón Pálsson og Marta Jóhannesdóttir. Í varastjórn eru Sigrún Jónsdóttir og Finnbogi Björnsson og endurskoðendur Guðrún F. Stefánsdóttir og Auður Vilhelmsdóttir.
Ný stjórn er búin að halda sinn fyrsta fund og skipta með sér verkum. Nægar hugmyndir er að verkefnum en það fyrsta verður að leggja grunninn að samskiptum við vinabæi á Norðurlöndunum.
Þetta kemur fram í fréttatlikynningu frá Norrænu deildinni í Garði