NORÐURPÓLSJÓLASVEINN Í HEIMSÓKN Í KEFLAVÍK
Leikskólakrakkarnir á Garðaseli í Keflavík tóku þátt í jólahátíðinni Norðurpólnum á Akureyri og fengu af því tilefni heimsókn jólasveins þaðan á leikskólann í síðustu viku. Garðasels-krakkarnir komu með mjúka jólapakka með fatnaði sem Norðurpólsjólasveinarnir ætla að koma til bágstaddra í útlöndum. Ljósmyndari Víkurfrétta leit við á Garðaseli og smellti þessari mynd þegar jólasveininn heilsaði upp á krakkana.