Norðurljós á Ljósanótt
Olgeir Andrésson heldur ljósmyndasýningu (sölusýningu) í anddyri Duushúsa á Ljósanótt. Á sýningunni verða einungis norðurljósamyndir. Olgeir er orðinn vel kunnur af hrífandi norðurljósamyndum en hann hefur náð góðum tökum á tækninni við að ljósmynda þetta fallega viðfangsefni.
Olgeir hefur haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum hér á Suðurnesjum og tekið þátt í ljósmyndakeppnum bæði hér og erlendis. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir myndir sínar, m.a. sem ljósmyndari ársinns í danska ljósmyndatímaritinu Zoom. Þá hefur mynd eftir hann birst á Times Square í New York hjá Kodak.
Sýningin verður opin fimmtudag og föstudag frá kl. 13.00 - 17.00 og laugardag og sunndag milli kl. 13.00-19.