Norðurbær og Suðurbær eigast við á Suðurnesjabæjardögum
Fjölskylduhátíð sendur nú yfir í Suðurnesjabæ og er fjölbreytt dagskrá alla daga.
Í dag er Hoppland í heimsókn við Sandgerðishöfn og verður þar til kl. 19:00 í kvöld. Gamlar knattspyrnukempur takast á á Blue-vellinum í Sandgerði kl. 16:00 í dag þegar þar mætast Norðurbær og Suðurbær.
Dansleikur með Stuðlabandinu verður í Samkomuhúsinu í Sandgerði í kvöld og þá verður hljómsveitin LÓN á El Faro í Garðinum. Þá opnar veitingahúsið Sjávarsetrið í Sandgerði síðdegis en það er til húsa þar sem Vitinn var starfræktur í áratugi.