Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Norðmenn hafa áhyggjur af trjáleysi Reyknesinga
Laugardagur 5. desember 2009 kl. 21:03

Norðmenn hafa áhyggjur af trjáleysi Reyknesinga

Thomas Lid Ball, ritari norska sendiráðsins, sagði Norðmenn hafa áhyggjur af trjáleysi Reyknesinga þegar þeir koma hingað til lands. Það sé því íbúum Kristiansand sönn ánægja að færa íbúum vinabæjarins Reykjanesbæjar myndarlegt jólatré í ár eins og mörg undanfarin ár. Það kom síðan í hlut Smára Snæs Laine úr Njarðvíkurskóla að tendra jólaljósin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Áður höfðu Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Barnakórar Holtaskóla, Heiðarskóla og Keflavíkurkirkju sungið og leikið fyrir fjölmarga bæjarbúa sem mættu á Tjarnargötutorg til að verða vitni að því í blíðunni í kvöld, þegar ljósin voru tendruð.


Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, ávarpaði gesti og Fjóla tröllastelpa kom og veitti viðurkenningar frá því á Skessudögum nú í vetur. Að endingu komu svo jólasveinarnir allir með tölu á forláta slökkvibíl og dönsuðu með börnunum í kringum jólatréð. Þeir sem vildu gátu svo fengið sér kakó og piparkökur.

- Sjá myndir frá hátíðinni!



Ljósmyndir frá athöfninni á Tjarnargötutorgi eru komnar á ljósmyndavef Víkurfrétta.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson