Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 10. júlí 2000 kl. 12:54

Nokkurs konar listagallerý á Flughóteli

Flugleiðir tóku við rekstri Flughótels sl. vetur. Nýr hótelstjóri, eða réttara sagt „stýra“, er Bergþóra Sigurjónsdóttir og hefur hún bryddað upp á ýmsum nýjungum í þjónustu hótelsins. Alla virka daga er nú hlaðborð í hádeginu með heitum rétti, heimabökuðu brauði, súpu og salatbar og er alveg tilvalið fyrir heimamenn og gesti að nýta sér þennan vænlega kost sem hefur verið mjög vinsæll. Yfir daginn er léttari matseðill á boðstólnum, sem og kökur, vöfflur o.fl. Sú nýjung verður á barnum í sumar að þar verður breytilegt þema í þjónustunni. Þá munum við taka fyrir ýmis sólarlönd og verða drykkir á tilboði í samræmi við það. Kjörið er fyrir hina ýmsu klúbba á svæðinu að gera sér dagamun og slaka á í notalegu umhverfi. Tveir fundarsalir eru á hótelinu sem hægt er að nýta fyrir fundi og minni veislur, en stærri salurinn getur tekið við allt að 80 manns og sá minni um 20. Veitingaþjónusta er í boði fyrir báða salina. Hótelið, sem er 12 ára gamalt, býr yfir miklum fjölda málverka og öðrum listaverkum eftir þekktustu listamenn landsins og má segja að þar sé nokkurs konar listasafn. 42 herbergi eru á hótelinu, þar af 3 svítur, en annari hæðinni hefur verið breytt í „pilot“ hæð, í anda flugsins. Bílageymsla er undir hótelinu og gefst fólki kostur á að geyma bíla sína þar á meðan það er erlendis. Flughótelið er í miklu og góðu samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í nágrenninu varðandi skoðunarferðir, s.s. hvalaskoðunarfyrirtækin, Bláa lónið, leigubílastöðvar, og hópferðabíla, en einnig er gott samstarf við veitingastaði Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024