Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 23. ágúst 2002 kl. 10:21

Nokkrar nýjungar á N1-bar

Talsverðar breytingar hafa orðið á N1 bar og voru þeir félagar, Gulli og Jón, að taka í gagnið tvö ný billiardborð og tvö píluspjöld sem fólk getur komið og skemmt sér á. Er ætlunin að hafa opið öll kvöld vikunnar og skapa smá stemmningu í kringum þessar nýjungar. Einnig er ætlunin að sýna eins marga knattspyrnuleiki og mögulegt er á risaskjá staðarins og mun veislan byrja í kvöld með stórleik Chelsea og Man Utd kl. 18:40.

Næstu leikir sem sýndir verða á risaskjá:
24.ágúst Man City-Newcastle kl.11:00
24.ágúst WBA-Leeds kl.16:15
27.ágúst Arsenal-WBA kl.18:45
28.ágúst Fulham-West Ham kl.18:45
Geta Suðurnesjamenn nú komið saman og fengið sér einn öllara yfir leikjum í ensku deildinni eða yfir billiard- og píluleik og haft gaman að.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024