Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Nóg um að vera í 95 ára Keflavíkurkirkju í dag
Sunnudagur 14. febrúar 2010 kl. 10:00

Nóg um að vera í 95 ára Keflavíkurkirkju í dag


Nóg verður um að vera í Keflavíkurkirkju í dag, sunnudaginn 14. febrúar. Kl. 11:00 verður hátíðarguðsþjónusta og að henni lokinni er boðið upp á snittur og afmælisköku í Kirkjulundi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hádeginu, kl. 12:30 flytja Sigrún A. Jónsdóttir, dr. Gunnar Kristjánsson og Kristján Jónsson erindi í kirkjuskipinu um sögu Keflavíkurkirkju. Sögusýning kíirkjunnar verður opin í safnaðarheimilinu og má þar m.a. sjá gamlar myndir og úrklippur frá liðnum árum í kirkjustarfinu og predikunarstóllinn sem var í kirkjunni fyrir breytingarnar 1967 er kominn á veglegan stað í safnaðarheimilinu.

Í kvöld, kl. 20:00 eru gospeltónleikar í kirkjunni undir stjórn Óskars Einarssonar.


Afmælisdagskrá Keflavíkurkirkju hér!