Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Nóg að gerast í Höfnum um Ljósanótt
Haldin verður ljósmyndasýningin Hafnir áður fyrr, þar sem m.a. má finna þessa mynd. Efst hægra meginn á myndinni er kunnasti sonur Hafna, Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Þriðjudagur 30. ágúst 2016 kl. 09:27

Nóg að gerast í Höfnum um Ljósanótt

Þekkir þú fólkið á myndinni?

Hátíð í Höfnum verður haldin í annað sinn á Ljósanótt í ár. Í fyrra gekk hátíðin vonum framar og komust færri að en vildu í kaffi og sögur í gamla safnaðarheimilinu og tónleika í Kirkjuvogskirkju.

Í ár verður boðið upp á ljósmyndasýninguna Hafnir áður fyrr, með myndum úr einkasöfnum nokkura Suðurnesjamanna af lífinu í Höfnum á árum áður, ásamt tvennum tónleikum í Kirkjuvogskirkju með söngvaranum Valdimar Guðmundssyni. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Valdimar mun halda tvenna órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum sunnudaginn 4. september. Þá fyrri kl.14 og seinni kl.16. Á tónleikunum mun rödd Valdimars fá að njóta sín í einstöku umhverfi litlu kirkjunnar í Höfnum, sem einnig er sú elsta á Suðurnesjunum öllum. Elíza Newman mun hita upp fyrir Valdimar með lögum af væntanlegri breiðskífu sinni.

Aðgangseyrir er 1000kr. Miðar verða til í forsölu í Safnaðarheimilinu í Höfnum á laugadaginn og sunnudag frá kl. 13-17, fyrir þá sem vilja tryggja sér aðgang. Allur ágóði tónleikana rennur til sjóðs til viðhalds Kirkjuvogskirkju.

Haldin verður ljósmyndasýningin Hafnir áður fyrr, þar sem m.a. má finna þessa mynd. Efst hægra meginn á myndinni er kunnasti sonur Hafna, Vilhjálmur Vilhjálmsson. Okkur liggur hins vegar forvitni á að vita hvort þið þekkið hitt fólkið á myndinni? Ef svo er má senda póst á [email protected]. Sýningin fer fram í Safnaðarheimilinu í Höfnum, Nesvegi 4, frá klukkan 13.00 til 17.00 báða dagana. Heitt verður á könnunni og kaffi og kökur verða seldar til styrktar viðhaldi á Kirkjuvogskirkju í Höfnum.