Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 26. apríl 2003 kl. 11:03

Nóg að gera í Frístundarhelgi

Frístundahelgi í Reykjanesbæ hófst á Sumardaginn fyrsta og heldur áfram í dag. Nóg er um að vera í dag og má þar nefna myndlistarsýningu grunnskólanna sem hefst kl. 14:00, upptökuverið Geimsteinn verður með opið hús og pílumót á efri hæð Glóðarinnar. Flestar verslanir í bænum eru opnar og þá eru hin ýmsu tilboð á veitingarstöðum og kaffihúsum bæjarins. Einnig eru íþróttafélögin með opið hús hjá sér í dag en þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér betur dagskrána í dag eru hvattir til að fara inn á heimasíðu bæjarins, reykjanesbaer.is, en þar er allt um Frístundarhelgina.Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina og munu hótel og gistiheimili bjóða frístundatilboð. Þeir sem koma að frístundahelgi í Reykjanesbæ eru Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, skólar og félagsmiðstöðvar, Björgunarsveit Suðurnesja, skátafélögin Heiðabúar og Víkverkjar auk fyrirtækja í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024