Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Nóg að gera hjá skólakór Stóru-Vogaskóla
Þriðjudagur 5. júní 2018 kl. 11:58

Nóg að gera hjá skólakór Stóru-Vogaskóla

Það hefur margt skemmtilegt verið gert hjá nýstofnuðum skólakór Stóru-Vogaskóla á þessu skólaári. „Fyrir stuttu var sönghelgi hjá þeim í íþróttahöllinni í Vogum og tókum við upp okkar fyrsta tónlistarmyndband við franska lagið „Ó Champs-Elysees” eftir söngvarann fræga Joe Dassin við íslenska texta eftir Skagfirðinginn Hilmi Jóhannesson.“ Þetta kemur fram á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga.
Myndbandið tók upp ljósmyndarinn Jón R. Hilmarsson og kórstjórn var í höndum Alexöndru Chernyshovu, tónmenntakennara Stóru-Vogaskóla, sópransöngkonu og tónskáld.

Kórinn tók þátt í stóru verkefni í desember síðastliðinn en þá frumsýndu þau óperuballett fyrir börn „Ævintýrið um norðurljósin” sem sýnt var í Norðurljósasal Hörpu þann 2. des 2017. Verkið er eftir mægðurnar Alexöndru Chernyshovu sem samdi tónlistina og sá um leikstjórnina og Evgeniu Chernyshovu sem samdi söguna. Kórinn söng m.a. á rússnesku í óperunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kórinn hefur komið fram á Menningarhátíð í Vogum, Kirkjuhátíðardegi í Vogum, Upplestrarkeppni í Stóru-Vogaskóla og fleiri verkefnum innan skólans.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem kórinn gerði við lagið „Ó Champs-Elysees”