Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:36

NJARÐVÍSK HLJÓMSVEIT GEFUR ÚT GEISLADISKINN MULLET HVAÐ?

Loksins, loksins, segja nú margir því nú hafa Njarðvíkingarnir í hljómsveitinni MULLET sent frá sér samnefndan geisladisk. Diskurinn inniheldur 10 lög úr ýmsum áttum og má þar meðal annars nefna salsa smellinn SANGRIA þar sem trompetleikarinn Einar Jónsson úr Milljónamærinunum fer á kostum. Júrópoppsmellinn EVERYTHING og gamla DEPECHE MODE slagarann IT DOESN´T MATTER, en í því lagi syngur Einar Ágúst úr Skítamóral af sinni rómuðu snilld. Það eru Njarðvíkingarnir Ásmundur Ö. Valgeirsson og Þórður H. Þórðarson sem skipa hljómsveitina MULLET en þeim fannst vera kominn tími til að Njarðvíkingar létu meira að sér kveða í tónlistarlífi landans. Þeir fengu svo til liðs við sig Guðmund Bjarka Guðmundsson en hann sá um hönnun og útlit disksins. En það voru líka nokkrir Keflvíkingar sem komu að gerð disksins því upptökur fóru fram í Hljóðveri 60 B í Keflavík og það voru Guðmundur K. Jónsson og Ólafur F. Númason sem sá um upptöku. Einnig syngur Birta Sigurjónsdóttir bakrödd í einu lagi og Örn Ingi Hrafnson spilar á básúnu. MULLET spilar fjölbreytta og spennandi tónlist sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024