Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Njarðvíkurskóli fékk Grænfánann
Þriðjudagur 20. nóvember 2007 kl. 10:29

Njarðvíkurskóli fékk Grænfánann

Grænfáninn var í morgun afhentur Njarðvíkurskóla við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi Njarðvíkur. Í tilefni dagsins er haldinn sérstakur fjölskyldudagur í skólanum þar sem fjölskyldum nemenda er boðið í heimsókn.
Grænfáninn er veittur skólum fyrir vel unnin störf að umhverfismálum og umhverfismennt.
Þeir skólar sem vinna til Grænfánans þurfa að m.a. stofna umhverfisnefnd skólans, meta stöðu umhverfismála í skólanum og gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta. Þá þarf sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum og fræða nemendur um umhverfismál, einnig að setja skólanum formlega umhverfisstefnu.

Mynd: Nemendur Njarðvíkurskóla veittu Grænfánanum viðtöku í morgun. Með þeim á myndinni eru Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024