Njarðvíkurskóla slitið við hátíðlega athöfn
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 6. júní síðastliðinn. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Heiðdís Hekla Garðarsdóttir á píanó, Emilía Sara Ingvadóttir á klarinett, Ester Borgarsdóttir á píanó og Jón Ragnar Magnússon á gítar.
Þeir bekkir sem höfðu safnað flestum hrósmiðum á yngsta-, mið- og ungligastigi fengu viðurkenningu sem Medalíubekkir og voru það 2. KB, 7. KE og 8. ÞRH sem voru með flesta hrósmiða eftir skólaárið.
Í 1. til 3. bekk heldur fengu allir nemendur viðurkenningu ýmist fyrir góðan námsárangur, framfarir í námi, vinnusemi eða vönduð vinnubrögð og voru nemendur kallaðir upp til að veita sínu viðurkenningarskjali viðtöku.
Veittar eru viðurkenningar fyrir besta námsárangur í hverjum árgangi frá 4. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf:
4. bekkur: Unnur Ísold Kristinsdóttir
5. bekkur: Margrét Rósa Sigfúsdóttir
6. bekkur: Kári Snær Halldórsson
7. bekkur: Helena Rafnsdóttir og Sveindís Sara Kristvinsdóttir
8. bekkur: Helgi Snær Eliasson
9. bekkur: Alexandra Eva Sverrisdóttir og Eva Sól Einarsdóttir
10. bekkur: Brynjar Atli Bragason
Skólinn veitti einnig eftirfarandi nemendum viðurkenningu:
4. bekkur – fyrir framúrskarandi vinnubrögð: Eyrún Una Arnarsdóttir
5. bekkur – fyrir framúrskarandi vinnubrögð: Emelíana Líf Ólafsdóttir
6. bekkur –fyrir framúrskarandi vinnubrögð: Erlendur Guðnason og Krista Gló Magnúsdóttir
7. bekkur – fyrir framúrskarandi vinnusemi: Filoreta Osmani og fyrir framfarir í námi: Viktoría Rose Wagner
8. bekkur – fyrir framfarir í námi: Kristinn Bergmann Einarsson
9. bekkur: fyrir framfarir í námi: Konný Ósk Antonsdóttir og Narawit Seelarak
Þá voru einnig veittar viðurkenningar fyrir hæstu einkunn á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk.
4. bekkur:
íslenska: Eyrún Una Arnarsdóttir, Magnús Orri Lárusson og Unnur Ísold Kristinsdóttir
stærðfræði: Guðmundur Leo Rafnsson
7. bekkur:
íslenska: Helena Rafnsdóttir og Samúel Skjöldur Ingibjargarson
stærðfræði: Eva Sólan Stefánsdóttir og Samúel Skjöldur Ingibjargarson
Skólinn veitir viðurkenningu fyrir góðan árangur í lestri í 7. bekk og voru það Helena Rafnsdóttir og María Lovísa Davíðsdóttir sem fengu þá viðurkenningu. Einnig veitir skólinn viðurkenningu fyrir góðan árangur í skrift hjá nemendum í 7. bekk og var það Sveindís Sara Kristvinsdóttir sem fékk þá viðurkenningu. Þá veitti skólinn viðurkenningu fyrir framfarir í textíl í 7. bekk og var það Aron Teitsson sem fékk þá viðurkenningu.
Veittar eru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina í 8., 9. og 10. bekk. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin.
íslenska: Brynjar Atli Bragason
stærðfræði: Ester Borgarsdóttir
enska: Hafdís Hulda Garðarsdóttir og Sunneva Rós Kristvinsdóttir
danska: Sunneva Rós Kristvinsdóttir
samfélagsfræði: Brynjar Atli Bragason
náttúrufræði: Ester Borgarsdóttir
íþróttir: Brynjar Atli Bragason
fyrir almennt góðan námsárangur: Viktor Máni Sigfússon
fyrir hæstu einkunn á samræmdum prófum í 10. bekk: Brynjar Atli Bragason
fyrir framfarir í námi: Birgir Örn Hjörvarsson og Erik Thor Halldórsson
fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á framhaldsskólastigi: Atli Geir Gunnarsson
íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Ester Borgarsdóttir
íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Brynjar Atli Bragason
Valfög:
myndlist: Natalía Ýr Hörpudóttir í 10. bekk
textílmennt: Natalía Nótt Árnadóttir í 10. bekk
skrautskrift: Fannar Dór Michell í 10. bekk
hönnun og smíði: Breki Bjarnason og Kristján Daði Arnarsson í 8. bekk
heimilisfræði: Gil Fernandes Resende í 10. bekk
liðveisla: Kristján Sindri Granz í 9. bekk og Benedikt Guðjón Axelsson í 10. bekk
félagsstörf: Birgir Örn Hjörvarsson í 10. bekk
Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Birgir Örn Hjörvarsson, fráfarandi formaður nemendafélags skólans til nemenda sem og umsjónarkennarar í 10. bekk, þær Hulda Hauksdóttir og Kristín Hjartardóttir. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk og kvaddi þá starfsmenn sem eru að hætta störfum en þar á meðal er Guðjón Sigbjörnsson sem er að hætta eftir 37 ára starf við skólann. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 74. starfsár skólans.