Njarðvíkingar þurfa víða að lofta út
Íbúar í mörgum húsum í Njarðvík þurfa að lofta út úr húsum sínum á morgun eftir að mikill eldur braust út í iðnaðarhúsnæði við Bolafót í Njarðvík. Reykjarkófið stóð yfir byggðina og eins og alltaf þegar um reyk af eldsvoða er að ræða, þá er lyktin ekki góð. Meðfylgjandi er veðurspá Veðurstofu Íslands:
Veðurlýsing: Á miðnætti var suðvestanátt, víða 5-10 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt austanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Yfirlit: V af Bjargtöngum er 1000 mb lægð sem þokast A og grynnist. Milli Jan Mayen og Noregs er 985 mb lægð, einnig á austurleið.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Vestlæg átt, 3-8 m/s og skúrir, einkum vestantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan 5-10 m/s en heldur hægari og vestlægari á morgun. Dálitlar skúrir. Hiti 8 til 13 stig.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson