Njarðvíkingar í Skaupinu
Glöggir Suðurnesjamenn hafa eflaust séð kunnuleg andlit á skjánum hjá sér á gamlárskvöld. Ekki einungis landsþekkta leikara heldur mátti sjá töluvert af Njarðvíkingum í skaupinu sem fóru með lítil aukahlutverk. Um var að ræða ungt íþróttafólk UMFN og foreldra þeirra en þetta var gert í fjáröflunarskyni. Frá þessu er greint á umfn.is
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá skaupinu, þekkir þú einhvern þarna?