Njarðvíkingar halda toppsætinu þrátt fyrir jafntefli

Njarðvíkingar gerðu 1:1 jafntefli við Aftureldingu í kvöld í 2. deildinni. Leikurinn fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Styrmir Gauti Fjeldsted skoraði mark fyrir Njarðvík á 25. mínútu. Wentzel Steinarr R Kamban jafnaði fyrir Aftureldingu á 63. mínútu. Lokastaðan var því 1:1 jafntefli. Njarðvíkingar halda toppsæti 2. deildar  og eru með 34 stig.