Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Njarðvík sigraði í Gettu enn betur
Mánudagur 10. mars 2003 kl. 13:30

Njarðvík sigraði í Gettu enn betur

Njarðvíkurskóli sigraði í spurningakeppni grunnskólanna "Gettu enn betur" sem fram fór þann Heiðarskóla að viðstöddu fjölmenni þann 18. febrúar sl. Keppnin er árlegur viðburður en þar etja kappi nemendur í 8. - 10. grunnskólanna. Logi Bergmann Eiðsson, spyrill Gettu betur, stjórnaði keppninni með myndarbrag. Dómarar voru Atli Þorsteinsson og Margrét Stefánsdóttir en hún samdi einnig spurningarnar ásamt Eysteini Eyjólfssyni.Báðar viðureignirnar í undanúrslitum unnust naumlega. Njarðvíkurskóli sigraði lið Myllubakkaskóla sem þau Davíð Már Gunnarsson, Rúnar Ingi Erlingsson og Marína Ósk Þórólfsdóttir skipuðu og Holtaskóli sigraði lið Heiðarskóla í æsispennandi keppni þar sem úrslitið réðust á síðustu vísbendingarspurningu. Lið Heiðarskóla skipuðu þau Anna María Ævarsdóttir, Edda Rós Skúladóttir ogTheodór Kjartansson.

Til úrslita kepptu lið Njarðvíkurskóla og Holtaskóla og hafði lið Njarðvíkurskóla sigur eftir harða keppni. Sigurlið Njarðvíkurskóla skipuðu þau; Anna Andrésdóttir, Vaka Hafþórsdóttir og Víðir Einarsson, en í liði Holtaskóla voru Sveinn Þórhallsson, Bryndís Hjálmarsdóttir og Gísli ÖrnGíslason.

Sigurliðið hlaut veglegan bikar í verðlaun og bókasafn vinningsskólans
hlaut bókagjöf frá Bókabúð Keflavíkur - Pennanum.

Keppnin tókst í alla staði vel og reyndist nýtt rafdrifið bjöllukerfi sem nú var notað í keppninni í fyrsta sinni mjög vel. Njarðvíkingar hömpuðu bikarnum nú en næsta víst er að þeir fá harða keppni að ári.

Eysteinn Eyjólfsson
tómstundaleiðbeinandi í Heiðarskóla

Af vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024