Níu hressar beitningakonur í Grindavík
„Hann veit greinilega ekki hvað hann er búinn að koma sér,“ sagði ein konan hlæjandi í beitningaskúr í Grindavík þegar blaðamaður Víkurfrétta leit þar við á dögunum. Í skúrnum eru níu konur að beita og það er ekki hægt að segja að það sé leiðinlegt hjá þeim. Brandararnir fljúga fram og til baka og þær tala jafn hratt og þær beita.
„Við erum að beita svona fimm bala á dag, nema þessi ólétta, hún beitir sex bala,“ segja stelpurnar með bros á vör.
Aðstaðan hjá stelpunum er eins og best verður á kosið og segja þær að aðstaðan sé með því besta á landinu. Þeim líður vel í vinunni og segja að mórallinn sé góður. „Við erum góðar vinkonur og höldum stundum beitningapartý. Þú rétt misstir af einu sem var um síðustu helgi,“ segja þær og það er greinilegt að andinn er góður í hópnum.
Víkurfréttir fengu ábendingu um þessar hressu beitningakonur í kjölfar fréttar um konu sem starfar við beitningu í Sandgerði. Í fréttinni var því haldið fram að konan væri ein fárra sem ynni við beitningu sem er alls ekki rétt. Konurnar í Grindavík segja að beitningaskúrarnir í Grindavík séu að mestu skipaðir konum. „Það er bara eins gott að þetta sé leiðrétt því balarnir í Grindavík eru flestir beittir af konum,“ heyrðist sagt í skúrnum.
Stelpurnar hafa einnig náð góðum árangri í róðrakeppnum í Grindavík og á síðasta sjómannadag sigruðu þær kappróðrakeppnina. Þær ætla að taka þátt í ár og verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra. Sumar stelpnanna mæta til vinnu klukkan fjögur og eru búnar með fimm balana um tíuleytið. „Okkur líkar þetta bara vel, enda er aðstaðan hér algjör lúxus.“
Myndatexti:
Hressar stelpur í beitningu í Grindavík. F.v. Ásta, Matta, Laufey, Halla María, Stína, Hjördís, Solla, Bogga og Olla.
„Við erum að beita svona fimm bala á dag, nema þessi ólétta, hún beitir sex bala,“ segja stelpurnar með bros á vör.
Aðstaðan hjá stelpunum er eins og best verður á kosið og segja þær að aðstaðan sé með því besta á landinu. Þeim líður vel í vinunni og segja að mórallinn sé góður. „Við erum góðar vinkonur og höldum stundum beitningapartý. Þú rétt misstir af einu sem var um síðustu helgi,“ segja þær og það er greinilegt að andinn er góður í hópnum.
Víkurfréttir fengu ábendingu um þessar hressu beitningakonur í kjölfar fréttar um konu sem starfar við beitningu í Sandgerði. Í fréttinni var því haldið fram að konan væri ein fárra sem ynni við beitningu sem er alls ekki rétt. Konurnar í Grindavík segja að beitningaskúrarnir í Grindavík séu að mestu skipaðir konum. „Það er bara eins gott að þetta sé leiðrétt því balarnir í Grindavík eru flestir beittir af konum,“ heyrðist sagt í skúrnum.
Stelpurnar hafa einnig náð góðum árangri í róðrakeppnum í Grindavík og á síðasta sjómannadag sigruðu þær kappróðrakeppnina. Þær ætla að taka þátt í ár og verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra. Sumar stelpnanna mæta til vinnu klukkan fjögur og eru búnar með fimm balana um tíuleytið. „Okkur líkar þetta bara vel, enda er aðstaðan hér algjör lúxus.“
Myndatexti:
Hressar stelpur í beitningu í Grindavík. F.v. Ásta, Matta, Laufey, Halla María, Stína, Hjördís, Solla, Bogga og Olla.