Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Níu Heiðabúar fá forsetamerki
Miðvikudagur 24. september 2008 kl. 11:18

Níu Heiðabúar fá forsetamerki

Níu skátar úr Heiðabúum í Reykjanesbæ fá afhent Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta við athöfn í Bessastaðakirkju þann 27. september. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda samtals 27 skátum Forsetamerkið til vitnis um góðan árangur í vinnu að markmiðum og gildum skátastarfs og vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar.

Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi og verður þetta í 34. skiptið sem hann afhentir skátum Forsetamerkið. Í dag eru Forsetamerkishafar orðnir yfir 1200 talsins.

Þann 27. september fá Forsetamerki:
4 skátar úr Skátafélaginu Ægisbúum, Vesturbæ Reykjavíkur.
3 skátar úr Skátafélaginu Skjöldungum, Heimahverfi Reykjavíkur.
1 skáti úr Skátafélaginu Hamri, Grafarvogi Reykjavík.
9 skátar úr Skátafélaginu Heiðabúum, Reykjanesbæ.
1 skáti úr Skátafélaginu Vífli, Garðabæ.
1 skáti úr Skátafélaginu Svönum, Álftanesi.
3 skátar úr Skátafélaginu Landnemum, Hlíðahverfi Reykjavíkur.
5 skátar úr Skátafélaginu Klakki, Akureyri.

Nöfn skátanna úr Heiðabúum sem fá Forsetamerkið þann 27. september.

Heiðabúar
Ásmundur Þór Kristmundsson
Ásta Guðný Ragnarsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hans Árnason
Heiðrún Pálsdóttir
Karen Guðmundsdóttir
Ósk Björnsdóttir
Svava Magdalena Böðvarsdóttir
Þóra Björg Jóhannsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024