Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

NFS sýnir Moulin Rouge í Andrews - video
Þriðjudagur 14. apríl 2015 kl. 07:23

NFS sýnir Moulin Rouge í Andrews - video

Kæru lesendur. Við viljum kynna til leiks söngleikinn Moulin Rouge. Settur upp af Nemendafélagi fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Við höfum unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins síðan í september síðastliðinn. Verkið er sett upp af leikstýrunni Gunnellu Hólmarsdóttur.

Myndin sló í gegn á sýnum tíma og hefur Gunnella unnið úr henni handrit sem er í fáum lýsingarorðum bráðfyndið, spennandi og rómantískt.

Þetta er verk sem enginn ætti að láta framhjá sér fara;

Kristian er rithöfundur, ástfanginn af ástinni og kominn á nýjar slóðir þar sem hann ætlar að skrifa um sannleikann, fegurðina, frelsið og það sem hann trúir hvað mest á, ástina. Hann hefur samt aldrei upplifað ástina.

Það líður ekki á löngu þar til hann kynnist leyndardómum Moulin Rouge, næturklúbbi og vændishúsi, þar sem Harold Zidler ræður ríkjum. Kristian verður ástfanginn af Satin, einni af fylgdarmeyjum Zidlers. Henni er hins vegar skipað að elska annan og merkari mann.

Mikið gengur á í Moulin Rouge, þar er mikill hasar og mikið fjör. Fá Kristian og Satin að vera saman? Eða gerist eitthvað annað sem engum hefði órað fyrir?

Miðasalan er í fullum gangi inná midi.is, undir nafninu Moulin Rouge.

Tryggðu þér miða á þennan magnaða söngleik, strax!

Ásta María, formaður NFS.



Sýningar á Moulin Rouge
2. sýning, föstudagurinn 17. apríl kl. 20
3. sýning, laugardagurinn 18. apríl kl. 16
4. sýning, sunnudagurinn 19. apríl kl. 20
5. sýning, miðvikudagurinn 22. apríl kl. 20
6. sýning, fimmtudagurinn 23. apríl kl. 20
7. sýning, föstudagurinn 24. apríl kl. 20
8. sýning, laugardagurinn 25. apríl kl. 20




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024