Neymar liggur í gólfinu á bókasafninu

Í tilefni af HM í knattspyrnu stendur nú yfir sýning á fótboltabókum á Bókasafni Reykjanesbæjar. Fjölmargar bækur hafa verið gefnar út um knattspyrnu og einstaka knattspyrnumenn.
Rúnar Hannah, teiknimyndasögusafnari, kíkti á sýninguna og tók þá eftir mjög athyglisverðri staðreynd. Neymar liggur í gólfinu á bókasafninu! 
 
Brasilíski leikarinn leikmaðurinn hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir það að liggja í grasinu í tíma og ótíma. Þannig hefur verið tekin saman sú staðreynd að hann hafi það sem af er HM legið sárþjáður af verkjum á grasvöllum Rússlands í rúmlega 15 mínútur. Geri aðrir betur… eða ekki!