New York búi vill að sem flestir njóti íslenskrar náttúru
New York búinn Mateo Askaripour ferðaðist um Ísland á síðasta ári og var himinlifandi með náttúrufegurðina. Mateo sendi Víkurfréttum stutt myndband af ferðinni. Bláa lónið var meðal áfangastaða hans. Markmiðið hjá Mateo er að dreifa myndbandinu sem víðast um heiminn svo fleiri fái notið náttúrunnar á Íslandi.
„Tilgangurinn með myndbandinu er ekki aðeins að sýna öðrum hve stórkostland land Ísland er heldur líka að hvetja fólk til að fara til Íslands. Í New York er stanslaus erill svo það var ótrúlega hressandi lífsreynsla fyrir mig að dvelja á Íslandi,“ segir hann.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan